0.4 C
Selfoss
Home Fréttir Vel heppnað kvennahlaup um allt Suðurland

Vel heppnað kvennahlaup um allt Suðurland

0
Vel heppnað kvennahlaup um allt Suðurland
Lagt af stað í Sjóvá Kvennahlupi ÍSÍ á Hvolsvelli 2. júní 2018. Mynd: KKS.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ var haldið víða á Suðurlandi laugardaginn 2. júní og var þátttaka góð enda veður víðast hvar gott. Hlaupið var á Selfossi, í Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli, við Seljalandsfoss og á Kirkjubæjarklaustri.

Alltaf gaman að taka þátt í Kvennahlaupinu.

Myndirnar með fréttinni hér tók Kasia Kosecka-Skorupka af hlaupinu sem fram fór á Hvolsvelli.