8.9 C
Selfoss

Óbreytt í Hrunamannahreppi eftir endurtalningu

Vinsælast

Kjörstjórn Hrunamannahrepp sendi út tilkynningu í gær um að vegna athugasemda frá D-lista og óháðum við framkvæmd talningar í sveitarstjórnarkosningunum þá myndi kjörstjórnin endurtelja atkvæði í opnu húsi í Huppsal í Félagsheimili Hrunamanna. Var það gert í gærkvöldi, mánudaginn 4. júní kl. 20:30, að viðstöddum fulltrúum listanna.

Í annari yfirlýsingu sem gefin var út í dag kemur fram að niðurstaða talningar var óbreytt og voru kjörbréf til nýrra sveitarstjórnarmanna undirrituð í kjölfarið.

Í kosningunum 26. maí sl. fékk H-listinn  236 atkvæði eða 52,33% atkvæða og þrjá menn í hreppsnefnd. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk 215 atkvæði eða 47,7% atkvæða og tvo menn í hreppsnefnd. Þess má geta að D-listann vantaði 22 atkvæði til þess að fella meirihluta H-listans.

Nýjar fréttir