1.1 C
Selfoss

Menningarveisla Sólheima hefst á morgun

Vinsælast

Formleg opnun menningarveislu Sólheima 2018 verður á morgun laugardaginn 2. júní  klukkan 13:00 við Grænu könnuna með opnun á nýju og fallegu húsi í hjarta staðarins. Þar verður samsýning vinnustofa Sólheima skoðuð. Þá verður hægt að koma við í Sesseljuhúsi og skoða afleiðingar og mögulegar lausnir gegn hnattrænni hlýnun og fara á tónleika í Sólheimakirkju þar sem fyrstu tónleikar sumarsins hefjast klukkan 14:00.

Að venju munu íbúar Sólheima taka lagið með gestum. Hallbjörn Rúnarsson, sem lék úlfinn í leikritinu Úlfar ævintýranna verða í forgrunni, sýnir hvernig lag við leikrit verður til. Leikritið og leikarar í Úlfar ævintýranna verða þar í forgrunni. Klukkan 15:00 tekur svo Gylfi Ægisson lagið við nýja kaffihúsið.

Þetta er í þrettánda skipti sem Menningarveisla Sólheima er haldin. Gestum verður eins og endranær boðið að koma í heimsókn og kynnast starfinu á Sólheimum og kynnast þeim gildum og störfum sem staðurinn stendur fyrir þ.e. kærleik, virðingu, sköpunargleði og fagmennsku. Mikill metnaður er lagður í að sem flestir finni sig hjá og njóti með íbúunum.

Þá má geta þess að nýr og lengri opnunnartími er í versluninni og kaffihúsinu. Þar verður sýning opin kl. 12:00–19:30 alla daga í sumar.

Nýjar fréttir