-0.5 C
Selfoss

Núvitundarnámskeið í fallegri náttúru Íslands

Vinsælast

Núvitundarnámskeið verður haldið í fagurri náttúru Íslands dagana 1.–3. júní nk. Fyrsta námskeiðið verður í Solir yoga í Reykjavík, en síðan laugardag og sunnudag í Frosti og funa í Hveragerði.

Oft treystum við á að ýmsir merkisatburðir færi okkur lífsgleði: stöðuhækkun, útskrift eða barnsfæðingu. Á þessu núvitundarnámskeiði munu Devon og Craig leiða þátttakendur í gegnum æfingar sem geta framkallað gleðina hér og nú, hverjar sem kringumstæður fólks eru. Fólk getur tekið þátt í uppgötvunum og djúpri sjálfsskoðun með þeim. Þau bjóða upp á hreyfingu með núvitund á morgnana ásamt hugleiðslukennslu og æfingum. Síðdegis verður hvlílt í náttúrulegri fegurð umhverfisins og gegnið saman í núvitund í nágrenni Hveragerðis.

Devon og Craig Hase hafa stundað nám í innhverfri íhugun, zen og tíbetskum buddistafræðum í yfir tvo áratugi, hjá nokkrum af þekktustu hugleiðslukennurum okkar tíma, svo sem Joseph Goldstein, Tara Brach og Mingyur Rinpoche, og starfað við kennslu bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

 

Nýjar fréttir