-7.1 C
Selfoss

Samið um aðstöðu fyrir Smyril Line í Þorlákshöfn

Vinsælast

Á fimmtudag í síðustu viku var undirritaður samningur til sex ára milli Smyril Line, Þor­lákshafnar og Sveitarfélagsins Ölfuss um hafnaraðstöðu fyrir Smyril Line í Þorlákshöfn vegna vöru­flutn­ingastarfsemi.

Rúmt ár er síðan Mykines, vöruflutningaferja Smyril Line Cargo, hóf að sigla milli Rotterdam og Þorlákshafnar. Hefur þetta verkefni haft verulega jákvæð áhrif á samfélagið í Ölfusi á þessu fyrsta ári starfseminnar. Á heimasíðu Ölfuss segir að þessi nýi samningur eigi án efa eftir að efla verkefnið enn frekar, samfélaginu og öllum samningsaðilum til heilla.

Nýjar fréttir