1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Gerðu gagn með gömlum fötum

Gerðu gagn með gömlum fötum

0
Gerðu gagn með gömlum fötum

Dagana 4. og 5. júní hefst árlegt fatasöfnunarátak Rauða krossins í samstarfi við Eimskip, Sorpu og Póstinn. Að því tilefni verður pokum dreift inn á öll heimili landsins. Með því eru landsmenn hvattir til þess að taka til í skápum og losa sig við gömul föt, skó, handklæði, rúmföt og jafnvel stöku sokkana því mikil verðmæti eru fólgin í allri verfnaðarvöru hvort sem hún er slitin eða heil.

Fatasöfnun Rauða krossins er frábær endurvinnsla auk þess sem fólk leggur félaginu lið með því að gefa fatnað og styrkir þannig neyðaraðstoð bæði hér á landi og erlendis. Fatasöfnunin er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni Rauða krossins á Íslandi. Afrakstur ársins 2013 voru 100 milljónir króna. Hluti þessarar upphæðar fer til reksturs Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Hluti fer til verkefna deilda félagsins um allt land og hluti nýtist til hjálparstarfs erlendis.

Okkur vantar hjálpandi hönd!
Árnesingadeild RK vantar tvo sjálfboðaliða til að taka að sér fast verkefni við losun fatagáma við Byko á Selfossi. Um er að ræða tæmingu einu sinni til tvisvar í viku milli kl. 8 og 16 og oftar ef þörf er á. Fatagámarnir eru tæmdir í þar til gerða kassa sem Byko útvegar, færðir inn í hús á lyftara og bíða þar uns Flytjandi tekur á sinn bíl og keyrir til Reykjavíkur til flokkunnar. Upplagt verkefni fyrir heldri menn.
Vinsamlega hafið samband í síma 892-1743 eða arnessysla@redcross.is