8.4 C
Selfoss
Home Fréttir Umhverfið skiptir okkur öll máli

Umhverfið skiptir okkur öll máli

0
Umhverfið skiptir okkur öll máli
Benedikt Benediktsson.
Þór Kristín Þórðardóttir.

Í nútíma samfélögum eru málefni umhverfisins sífellt mikilvægari þáttur. Þar komum við íbúarnir beint að málunum t.d. með flokkun sorpsins okkar. Á síðastliðnum árum hefur flokkun í Rangárvallarsýslu aukist til muna með flokkun pappírs og nú nýlega var tunna fyrir plastsöfnun sett í umferð. Við þurfum að kenna öllum okkar íbúum mikilvægi þess að flokka sorpið. Skólarnir okkar fara fram með góðu fordæmi og sýna og kenna nemendum hvernig á að flokka. Nemendurnir fara svo heim og kenna foreldrunum það sem þau læra í skólanum. Þessi málaflokkur kostar sífellt meiri fjármuni og kröfurnar eru alltaf að aukast. Á næsta kjörtímabili viljum við Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar ganga enn lengra í flokkun. Við viljum endurskoða umhverfisstefnu Rangárþings eystra í heild sinni og gera úrgangsstefnu með áherslu á flokkun og endurvinnslu úrgangs bæði vegna efnahags- og umhverfissjónarmiðarmiða. Einnig þufum við að hvetja fyrirtæki og einstaklinga til þessa að snyrta og fegra í kringum sig og þar þarf Rangárþing eystra að vera í fararbroddi með sínar stofnanir og svo fylgja íbúarnir með. Því ásýnd sveitarfélagsins okkar skiptir máli og ekki síst með þeim aukna straumi ferðamanna sem sækir okkur heim. Ég hlakka til komandi kosninga því við á B- lista skilum góðu búi og mjög vel reknu sveitarfélgi sem hefur mikla framtíðarmöguleika til að vaxna og dafna á svo margan hátt. Hvet þig lesandi góður til að veita okkur áframhaldandi brautagengi með því að setja X við B á kjördag.

 

Benedikt Bendiktsson, 2. sæti á lista Framsóknar og annarra framfarasinnsa í Rangárþingi eystra.
Þóra Kristín Þórðardóttir, 6. sæti á lista Framsóknar og annarra framfarasinnsa í Rangárþingi eystra.