5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Banaslys við afleggjarann að Landeyjahafnarveg

Banaslys við afleggjarann að Landeyjahafnarveg

0
Banaslys við afleggjarann að Landeyjahafnarveg

Alvarlegt umferðarslys varð í dag um klukkan 14:30 á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Landeyjahafnarvegi. Einn einstaklingur lést við áreksturinn og þrír aðrir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.

Á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að tildrög slyssins séu ókunn og vegna rannsóknar á vettvangi var Suðurlandsvegur lokaður um tíma í dag. Hjáleið var um gamla Suðurlandsveg og gekk umferð greiðlega.

Lögreglan biður þá sem mögulega hafa séð aðdraganda slyssins að hafa samband á netfangið sudurland@logreglan.is.

Uppfært 17. maí:
Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi, vestan við Markarfljót í gærdag hét Helga Haraldsdóttir, hún var búsett á bænum Núpakoti undir Eyjafjöllum. Helga lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og eitt barnabarn.
Sveitungar þeirra ætla að halda bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld kl. 20.