3.9 C
Selfoss

Keilir kynnir háskólanám fyrir iðnmenntaða

Vinsælast

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, kynnir nýja leið fyrir iðmenntað fólk eða þá sem eiga eftir að ljúka stúdentsprófi en vilja bæta við sig háskólamenntun í tæknigreinum á fimmtudaginn kemur. Kynningin, sem fer fram hjá Háskólafélagi Suðurlands, hefst klukkan 12.00 og er öllum opin.

Þeir sem hafa lokið sveinsprófi og hafa starfsreynslu býðst nú að hefja tæknifræðinám hjá Háskóla Íslands sem kennt er á vettvangi Keilis á Ásbrú. Tæknifræðinámið er 3,5 árs nám til starfsréttinda í tæknifræði.

Boðið eru uppá að taka fyrsta námsárið í dreifnámi til að auðvelda einstaklingum með að hefja nám. Dreifnámið hentar þeim sem vilja vinna samhliða námi til að byrja með og/eða þeim sem búa á landsbyggðinni og vilja ekki flytja strax á suðurhorn landsins.

Tæknifræðinámið Háskóla Íslands á vettvangi Keilis hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að læra að hanna tæknilausnir. Námið er að stórum hluta verklegt og verkleg námsaðstaða er til fyrirmyndar. Í náminu vinna nemendur í litlum hópum og hafa mjög gott aðgengi að kennurum sem hafa brennandi áhuga á fræðasviðinu.

Útskrifaðir nemendur geta sótt um leyfi til iðnaðarráðuneytisins til að nota lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur og njóta þeirra starfsréttindinda sem því fylgir.

Kynningin verður sem fyrr segir haldin í Háskólafélagi Suðurlands, á fimmtudaginn kemur, 17. maí, klukkan 12.00.

Nýjar fréttir