7.8 C
Selfoss

E-listi Einingar í Ásahreppi kynnir lista sinn

Vinsælast

E-listi Einingar í Ásahreppi er nýtt stjórnmálaafl sem hefur hug á að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á síðustu kjörtímabilum, samfélaginu til heilla. Listinn vill vinna fyrir opnum tjöldum og beita sér fyrir jöfnuði, einingu og áframhaldandi hagsæld í sveitarfélaginu.

Í tilkynningu segir að frambjóðendur E-lista Einingar í Ásahreppi séu öflugir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og lífsreynslu. Saman vilja þau vinna að einingu í sveitarfélaginu sínu og láta gott af sér leiða í þeim mikilvægu málaflokkum sem komandi sveitarstjórn þarf að takast á við.

Eftirfarandi eru frambjóðendur E-listans:

1. Elín Grétarsdóttir 45 ára, fósturforeldri, Riddaragarði.
2. Ágústa Guðmarsdóttir 59 ára, ráðgjafi hjá Virk, Steinsholti.
3. Egill Sigurðsson 58 ára, bóndi og oddviti, Berustöðum 2.
4. Nanna Jónsdóttir 37 ára, sveitarstjóri, Miðhóli.
5. Eydís Hrönn Tómasdóttir 33 ára, kennari, Kastalabrekku.
6. Jón Sæmundsson 41 árs, vél- og orkutæknifræðingur, Ráðagerði 1.
7. Kristín Ósk Ómarsdóttir 37 ára, deildarstjóri Leikskólanum Laugalandi, Sjónarhóli.
8. Jakob Sigurjón Þórarinsson 61 árs, bóndi, Áskoti.
9. Erla Brimdís Birgisdóttir 32 ára, kennari, Ásmúla.
10. Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg 35 ára, tamningakona, Steinahlíð

Nýjar fréttir