11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Framtíðarsýn

Framtíðarsýn

0
Framtíðarsýn
Sigurður Á. Hreggviðsson.

Við í Áfram Árborg erum með skýra framtíðarsýn um blómlegt sveitarfélag með fjölbreytt mannlíf. Skortur á framtíðarsýn fyrrum og núverandi yfirvalda í Árborg leiðir til þess að upp er að koma mikill viðhaldskostnaður vegna skorts á viðhaldi síðustu ár. Mörg eldri hverfi eru með ónýta göngustíga, kantsteina, lélega lýsingu og skort á gangbrautum. Hvernig er staðan á fráveitulögnum í þessum gömlu hverfum spyr maður sig. Stjórnmálamenn skoða árangur í kjörtímabilum. Árangur getur sést strax í ársskýrslum á meðan auknum kostnaði  í rekstri innviða er velt yfir á komandi kynslóðir.
Uppbygging á nýrri skólphreinsistöð er gott dæmi um skammsýni í stað framtíðarsýnar. Fjárfestum í fráveitu til framtíðar og hættum að veita óhreinsuðu skólpi út í Ölfusá. 2ja þrepa hreinsun er ófrávíkjanleg krafa 21.aldarinnar. Með framkvæmdum sem eru hugsaðar til framtíðar þá verður sveitarfélagið Árborg í fararbroddi í menntun og eftirsóknarvert fyrir fjölskyldur. Atvinnustigið hækkar og laðar það að sér betur menntað og sérhæfðara fólk sem hefur hærri tekjur sem skilar sér í betri tekjum fyrir sveitarfélagið.

2+2 vegur milli Hveragerðis og Selfoss ásamt nýrri brú yfir Ölfusá eru hlutir sem sveitarstjórn á að krefjast þess að ríkið hefjist handa við strax. Þá bráðvantar aukið fjármagn í Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sá biðtími sem veikt fólk þarf að bíða eftir til að komast til læknis er skammarlegur. Það er 3ja-4ja vikna biðtími eftir heimilislækni. Það þarf að krefja ríkið um meira fjármagn til að við getum séð um íbúa í Árborg.

Áfram Árborg skipuleggur ekki í kjörtímabilum heldur horfir til framtíðar. Við bjóðum fram lausnir til frambúðar en ekki til næstu kosninga.

 

Sigurður Ágúst Hreggviðsson 3. sæti Áfram Árborg X-Á.