8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Óháð framboð í Rangárþingi eystra

Óháð framboð í Rangárþingi eystra

0
Óháð framboð í Rangárþingi eystra
Christiane Leonor Bahner.
Atnar Gauti Markússon.

L-listinn, framboð óháðra, býður nú fram fyrir sveitarstjórnarkosningar í annað sinn. Framboðslistinn er sérstaklega fjölbreyttur og öflugur, en um er að ræða kraftmikið fólk úr ólíkum áttum og með mikla reynslu á mörgum sviðum. Frambjóðendurnir eru búsettir vítt og breitt í sveitarfélaginu, sinna ólíkum störfum og eru hver á sínum stað í lífshlaupinu. Öll eigum við það þó sameiginlegt að gefa kost á starfskröftum okkar til að gera gott samfélag enn betra.

Ólík en sterk saman
Undanfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum að stefnumótun fyrir framboðið. Vinnan hefur verið mjög skemmtileg og hefur það sannað sig enn og aftur að pólitík er lifandi: í opinni umræðu fær hugmyndaraflið vængi, en eftir nokkrar vangaveltur hefur oftast allur hópurinn geta sammælst um aðalatriðin. Hjá L-listanum, framboði óháðra, geta allir átt heiðurinn af hugmyndinni saman.

Þessi upplifun styður okkar skoðun að hefðbundin flokkapólitík á ekki heima í sveitarstjórnarmálum, en hver og einn ætti að geta látið heyra í sér á þeim vettfangi.

Þar sem við viljum aðgengilegri stjórnsýslu munu flestar upplýsingar um okkar framboð vera aðgengilegar á netinu, bæði á heimasíðu x-l.is og á fésbókarsíðu okkar. Við munum líka stilla prentuðu efni í hóf enda umhverfismál ein okkar aðaláherslna. Í kosningabaráttunni munum við leggja áherslu á persónulegt samtal við íbúana, en þar sem fólk þarf í síauknum mæli að sækja alla þjónustu í þéttbýliskjarna, þá viljum við ekki bara vera á Hvolsvelli heldur komum líka í sveitirnar til að kynna okkar framboð.

Kynningarfundir L-listans verða auglýstir á komandi dögum.

Við viljum hvetja ykkur kæru sveitungar til að mæta á auglýsta fundi í ykkar nágrenni, rekja úr okkur garnirnar og bæta við ykkar sjónarmiðum. Ef þið eigið ekki tök á að mæta, þá getiði sent okkur hugleiðingar ykkar og fyrirspurnir á netfangið hugmyndir@x-l.is.

Við hlökkum til!

 

Christiane Leonor Bahner, skipar 1. sæti L-listans framboðs óháðra.
Arnari Gauta Markússyni, skipar 2. sæti, L-listans framboðs óháðra.