-6.6 C
Selfoss

Stórkostleg æskulýðssýning Geysis

Vinsælast

Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Geysis fór fram þann 1. maí sl. í Rangárhöllinni á Hellu. Sýningin var stórkostleg þar sem um 75 Geysis-börn, unglingar og ungmenni á aldrinum frá 3 til 22 ára tóku þátt og sýndu listir sýnar og hvað þau hafa verið dugleg í vetur að æfa sig. Sveitarstjórar Ásahrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra komu og settu hátíðina. Síðan tóku börnin við og komu fram í fjölbreyttum búningum á hestum sínum í þrautabrautum, skrautsýningum, hindrunarstökki, Bettina með hestvagninn og fleira skemmtilegt. Áhorfendapallarnir voru þéttsetnir og má áætla að á staðunum hafi verið um 300 manns að horfa á og taka þátt. Myndirnar hér á síðunni tók Helga Þóra Steinsdóttir.

Nýjar fréttir