4.7 C
Selfoss

Bæjarfulltrúar D-lista leggja til íbúakosningu um miðbæjarskipulag á Selfossi

Vinsælast

Bæjarfulltrúar D-listans í Árborg hafa sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við undirskriftasöfnun varðandi nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi. Þar kemur fram að þeir muni leggja fram tillögu um íbúakosningu um skipulagið.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:
„Af frétt Fréttablaðsins í dag má ráða að ábyrgðaraðilar undirskriftarsöfnunar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Árborg hyggist ekki skila til bæjarstjórnar þeim gögnum sem þeim ber að gera skv. reglugerð nr. 155/2013 og sveitarstjórnarlögum. Á meðan gögnunum er ekki skilað er bæjarstjórn ekki kleift að sinna skyldum sínum skv. reglugerðinni og taka beiðni um íbúakosningu á grundvelli undirskriftalista til umfjöllunar.

Hvað sem því lýður er ljóst að mikill fjöldi íbúa vill íbúakosningu um skipulagið, sama hvort þeir eru hlynntir því eða ekki. Á fundi bæjarstjórnar Árborgar mánudaginn 14. maí nk. munu því bæjarfulltrúar D-lista leggja fram tillögu um íbúakosningu um skipulag miðbæjar og fer um framkvæmd hennar skv. 107. gr. sveitarstjórnarlaga.“

F.h. bæjarfulltrúa D-lista
Ásta Stefánsdóttir

Nýjar fréttir