0 C
Selfoss

Hreinn úrslitaleikur verður á miðvikudaginn

Vinsælast

Selfoss og FH léku fjórða leik sinn í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi. Staðan fyrir leikinn var 2-1 fyrir Selfoss. Leikurinn var jafn og spennandi en Selfyssigar voru þó yfir lengst af. Staðan í hálfleik var 15-17. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var Selfoss tveimur mörkum yfir og gat tryggt sér sigur í einvíginu. FH-ingar náðu að jafna með marki tveimur sekúndum fyrir leikslok. Leikurinn var því framlengdur og í framlengingunni voru FH-ingar sterkari, unnu 41-38.

Staðan í einvíginu er því 2-2 og ljóst að hreinan úrslitaleik þarf til að fá úr því skorið hvort liðið mætir ÍBV í úrslitarimmunni. Leikurinn verður í Vallaskóla miðvikudaginn 9. maí og hefst kl. 20:00. Án efa verður uppselt á leikinn og því um að gera fyrir áhugasama stuðningsmenn Selfoss að tryggja sér miða á leikinn í tíma og mæta svo galvaskir og hvetja liðið til sigur. Ekkert annað kemur til greina.

Nýjar fréttir