5.6 C
Selfoss

Hver erum við? í Listasafninu Hveragerði

Vinsælast

Í dag, föstudaginn 4. maí, verður opnuð í Listasafni Árnesinga sýning á verkefninu Listalest LHÍ, sem ber yfirskriftina Hver erum við? og er unnin í samstarfi við List fyrir alla, Listkennsludeild Listaháskóla Íslands og fjögurra grunnskóla á Suðurlandi.

Verkefnið List fyrir alla, sem er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis, miðar að því að miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Að þessu sinni fer verkefnið fram á Suðurlandi og munu Listalest LHÍ fara fram í Hveragerði. Í listalestinni munu nemendur listkennsludeildar Listaháskóla Íslands halda þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir unglinga í 8. og 9. bekk grunnskóla Hveragerðis, Stokkseyrar/Eyrarbakka, Þorlákshafnar og Flóaskóla, þar sem áhersla verður lögð á samruna listgreina og verða þær unnar í samstarfi við kennara frá þessum grunnskólum. Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustum samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum.

Verkefninu lýkur með áhugaverðri sýningu nemenda á Listsafni Árnesinga í Hveragerði sem stendur til frá 5. maí til 3. júní.

Nýjar fréttir