5.6 C
Selfoss

Fyrsti Skálholtsbjórinn lítur dagsins ljós

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 5. maí kl. 17–19, verður veisla í Skálholtsskóla. Á holtinu þar sem skálað hefur verið í 1000 ár mun fyrsti Skálholtsbjórinn líta dagsins ljós með tilheyrandi pompi og prakt. Hann verður seldur á miðaldaverði þetta eina kvöld (10 ISK en vaðmál verður einnig leyfilegur gjaldmiðill). Í boði verður smakk á miðaldakvöldverðinum, staðarleiðsögn, söng frá Unni Malín og orgelleik Jóns Bjarnasonar.

Jarteiknabækur bera með sér að oft misheppnaðist ölgerðin á Íslandi á fyrri öldum. Það kom „skjaðak“ í ölið, sem er einhvers konar eitrun. Var þá heitið á helga menn og urðu þeir jafnan vel við. Sagt er að Ísleifur biskup blessaði mungát það er skjaðak var í og var þaðan í frá vel drekkandi.

Ennfremur segir um Þorlák biskup helga: „Þorlákur helgi var í lifanda lífi „svo drykksæll, að það öl brást aldrei er hann blessaði og hann signdi sinni hendi þá er gjörð skyldi koma“.

Nýjar fréttir