5.6 C
Selfoss

Nýir rekstraraðilar opna Bíóhúsið á Selfossi

Vinsælast

Bíóhúsið á Selfossi opnaði eftir breytingar fimmtu­dag­inn 26. apríl sl. með frum­sýningu á stórmyndinni Avengers Infinity War. Nýir rekstraraðilar eru Marinó Lilliendahl og Kristján Berg­steins­son ásamt Hótel Sel­fossi.

Undanfarið hafa innviðir og umhverfi bíósins verið endurnýj­að og er stefnt að því að kaupa ný og full­komnari sýningartæki í sal 1. Jafn­framt verða sýningartæki í sal 1 færð í sal 2 og hann tekinn í gagn­ið. Þá er fyrirhugað að setja ný og betri sæti í bíóið síðar á árinu.

Nýr og fullkominn ráðstefnu­búnaður verður settur upp í bíó­sölunum innan tíðar og er stefnt að því að þjónusta gesti Hótels Selfoss sem best.

Sýningar í Bíóhúsinu á Sel­fossi verða á hverjum degi og allar helgar. Stefnt er að því að bjóða upp á sérstök fjölskyldu­tilboð svo fjölskyldur eigi auð­veldara með að fara saman í bíó.

Nýjar fréttir