6.1 C
Selfoss

Ný viðbygging við Kirkjuhvol á Hvolsvelli vígð

Vinsælast

Þann 1. maí sl. fór fram vígsluathöfn vegna nýrrar viðbyggingar við hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Um 300 gestir voru viðstaddir athöfnina sem tókst í alla staði vel.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Lilja Einarsdóttir, oddviti, og Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri, fluttu ávörp í tilefni dagsins. Kvenfélagið Eining færði heimilinu hjól þar sem tveir geta hjólað en einnig er hægt að hafa það rafknúið. Kvenfélagið Hallgerður færði heimilinu sjúkrarúm og náttborð sem nú þegar er búið að setja upp í herbergi í nýju viðbyggingunni. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, blessaði nýju viðbygginguna og færði samfélaginu hamingjuóskir.

Barnakór Hvolsskóla flutti tvö lög, systurnar Íris og Elísabet Dudziak spiluðu á píanó og fiðlu og þeir Jón Ágústsson og Jens Sigurðsson spiluðu á gítar. Félagar úr Harmonikkufélagi Rangæinga spiluðu svo meðan gestir gengu um viðbygginguna og fengu sér kaffi og hátíðarköku.

Nýjar fréttir