6.1 C
Selfoss

Selfoss komið yfir í einvíginu við FH

Vinsælast

Selfyssingar unnu FH 31-29 í Vallaskóla í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Selfoss. Fjórði leikur liðanna er í Kaplakrika á laugardaginn. Ef Selfyssingar vinna þann leik eru þeir komnir í úrslitaeinvígið. Ef FH-ingar vinna þarf hreinan úrslitaleik á Selfossi miðvikudaginn 9. maí.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur í kvöld og voru komnir í 7:3 þegar tæpt korter var liðið af leiknum. Miklu munaði um góða markvörslu Sölva Ólafssonar. Á tímabili var munurinn sex mörk 12:6. FH-ingar náðu að vinna sig inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn og minnkuðu muninn í þrjú mörk 15:12 þegar flautað var til leikhlés.

Í síðari hálfleik minnkuðu FH-ingar muninn enn frekar og náðu að jafna 19:19 og 20:20. Svo fór þó að Selfyssingar voru sterkari síðasta kaflann og unnu að lokum tveggja marka sigur 31:29. Einar Sverris var markahæstur Selfyssinga með 11 mörk. Haukur skoraði 6 mörk, Atli Ævar 5, Hergeri 4, Elvar Örn 3 og Teitur Örn 2. Hjá FH-ingum var Einar Rafn Eiðsson markahæstur með 8 mörk.

Næsti leikur er eins og fyrr segir laugardaginn 5. maí í Kaplakrika í Hafnarfirði og hefst hann kl. 19:30.  .

Nýjar fréttir