3.9 C
Selfoss

Frambjóðendur Flóalistans kynntur

Vinsælast

Flóalistinn sem býður fram í Flóahreppi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hefur kynnt frambjóðendur sína. Árni Eiríksson núverandi Oddviti Flóahrepps leiðir listann, í öðru sæti er Hrafnkell Guðnason viðskiptafræðingur og  Margrét Jónsdóttir bóndi og sveitastjórnarkona er í því þriðja.

Ítarleg stefnuskrá Flóalistans liggur fyrir en í henni er meðal annars lögð áhersla á halda áfram góðum rekstri sveitarfélagsins, opnastjórnsýslu og aukna upplýsingagjöf til íbúa. Þar segir að Flóalistinn muni leggja til breytingar á deiliskipulagi við Þingborg og bjóða fram lóðir undir íbúðarhúsnæði sem henta ungu fólki sem vill setjast að í sveitarfélaginu  og/eða eldra fólki sem vill minnka við sig en búa áfram í Flóahreppi. Í atvinnumálum verður lögð áhersla á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki til þess að auka atvinnusköpun innan sveitar. Áfram verður hlúð að Flóaskóla og leikskólanum Krakkaborg sem eru mikilvægar grunnstofnanir Flóahrepps. Lögð verður enn ríkari áhersla á að bæta félagsþjónustu sveitarfélagsins í samvinnu við nágrannasveitarfélög.

Í tilkynnigu frá framboðinu segir að hér séu taldir upp nokkrir mikilvægir þættir sveitarfélagsins. Þó séu margir aðrir þættir sem þarf að huga að og einn þeirra er samtal við íbúana. Á næstu dögum verða frambjóðendur á ferðinni um sveitarfélagið og er fólk hvatt til að ræða þau mál sem brenna á sér.

Á listanum er fólk með víðtæka þekkingu, menntun og reynslu sem endurspeglar mismunandi viðhorf og þarfir  íbúa Flóahrepps.

Listann skipa:

  1. Árni Eiríkssson, oddviti Flóahrepps
  2. Hrafnkell Guðnason, viðskiptafræðingur
  3. Margrét Jónsdóttir, bóndi og sveitastjórnarkona
  4. Stefán Geirsson, bóndi
  5. Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri
  6. Walter Fannar Kristjánsson, dreifingarstjóri
  7. Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, umsjónarkennari
  8. Helgi Sigurðsson, verktaki og bóndi
  9. Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri MPM
  10. Bjarni Stefánsson, bóndi

 

 

Nýjar fréttir