5 C
Selfoss

Hvar verður flottasti og frumlegasti póstkassinn í Flóanum?

Vinsælast

Fjör í Flóa-hátíðin í Flóahreppi verður haldin dagana 25.–26. maí næstkomandi. Eins og venjulega í tilefni af þessum árlega viðburði þá verður haldin samkeppni meðal íbúanna hver gerir flottasta og frumlegasta póstkassann. Íbúarnir eru nú í óða önn að gera sig klára fyrir hátíðina og hanna sína póstkassa. Íbúarnir taka svo myndir af póstkössunum sínum og velja svo sjálfir hverjir verða póstkassalistamenn ársins. Nánari upplýsingar um hátíðina eru færðar reglulega á Facebook síðuna Fjör í Flóa. Vinningshafinn veður síðan verðlaunaður á laugardeginum. Dagskrá hátíðarinnar verðu auglýs þegar nær dregur.

Frumlegir póstkassar í Flóahreppi.

Nýjar fréttir