6.1 C
Selfoss

Fyrstu vortónleikar Karlakórs Hveragerðis

Vinsælast

Laugardaginn 28. apríl nk. kl. 16:00 fara fram fyrstu vortónleikar Karlakórs Hveragerðis í Hveragerðiskirkju. Kórinn sem er rétt að verða tveggja ára var stofnaður haustið 2016. Stjórnandi og undirleikari er Örlygur Atli Guðmundsson. Um 30 karlar úr Hveragerði, Ölfusi og Selfossi æfa að jafnaði með kórnum þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi enda öll lög kórsins létt og skemmtileg.

Á vortónleikunum koma Bassadætur fram með kórnum en það eru systurnar Dagný Halla og Unnur Birna, Björnsdætur, búsettar í Hveragerði. Gleðimennirnir Jón Magnús Jónsson og Ólafur M. Magnússon mun einnig koma fram og synja nokkur lög með undirleikara sínum, Arnhildi Valgarðsdóttur. Jón og Ólafur munu líka syngja nokkur lög með kórnum sem gestasöngvarar. Pétur Nói Stefánsson, 14 ára stórefnilegur tónlistarmaður í Hveragerði, mun leika undir á píanó í laginu „Hraustir menn“ með kórnum. Einsöngvarar úr röðum kórsins verða þeir Arnar Gísli Sæmundsson og Erlendur Eiríksson.

Nýjar fréttir