10 C
Selfoss

Fyrsti leikur Selfoss og FH í Vallaskóla í kvöld

Vinsælast

Undan­úrslitin á Íslands­mótinu í handbolta hefj­ast í kvöld miðvikudags­kvöldið 25. apríl þegar Selfyssingar fá FH úr Hafnarfirði í heim­sókn í fyrstu viðureign lið­anna. Leikurinn fer fram í íþrótta­húsi Vallaskóla á Selfossi og hefst klukkan 19.30.

Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Það er mér sem formanni íþrótta- og menn­ingarnefndar Ár­borgar bæði ljúft og skylt að hvetja stuðningsmenn Selfoss til að mæta á leikina og hvetja okkar frábæra lið til dáða, mæta snemma og sýna stuðning í verki. Fundur stuðningsmanna með Patreki þjálfara hefst klukkan 18:15 í stuðn­ingsmannakaffinu.

Strák­arnir hafa í vet­ur sýnt að þeir eru til alls líklegir og því er mikilvægt að leik­menn, þjálf­arar og stjórn deildarinnar finni sterk­an stuðn­ing. Það er mikil hvatn­ing fyrir okkur stuðn­ings­menn Selfoss að sjá fjölda leik­manna liðsins með landsliðinu nýlega og hreint magn­að fyrir stoltið og starf fél­agsins og auð­vitað mikil hvatn­ing fyrir leikmennina sjálfa.

Mætum og styðjum Selfoss í úrslitaviður­eigninni við FH.
Áfram Selfoss.

Kjartan Björnsson formaður
íþrótta- og menningarnefndar Árborgar

Nýjar fréttir