6.7 C
Selfoss

Þorláksskógar skjóta rótum

Vinsælast

Mánudaginn 16. apríl var haldinn íbúafundur í Þorlákshöfn vegna Þorláksskóga. Á fundinum kynntu Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðslan og Skógræktin verkefnið sem byggir á samningi þeirra á milli. Meðal framsögumanna var Þorlákshafnarbúinn Edda Laufey Pálsdóttir sem sagði skemmtilega frá því hvernig var að búa við sandinn hér á árum áður.

Þorláksskógar verða verðugt verkefni fyrir samstarfsaðilana og samfélagið allt að takast á við en skógurinn sem upp mun vaxa gæti orðið stærsti útivistarskógur í nágrenni höfuðborgarinnar í fyllingu tímans. Verkefnið mun hafa bætandi áhrif á búsetuskilyrði og möguleika til hverskonar útivistar fyrir Ölfusinga eins og alla sem svæðið munu sækja. Ávinningurinn verður án efa mikill af verkefninu eins og framtíðartækifærin í kringum það.

Frétt af heimasíðu Ölfuss.

Nýjar fréttir