2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Ungmennafélagar hreinsuðu rusl undir Eyjafjöllum

Ungmennafélagar hreinsuðu rusl undir Eyjafjöllum

0
Ungmennafélagar hreinsuðu rusl undir Eyjafjöllum
F.v.: Bjarni Ársælsson, Ásgeir Ómar Eyvindsson og Jóhanna Þórhallsdóttir.

Þann 7. apríl síðastliðin tóku vaskir félagar í ungmennafélögunum tveimur undir Eyjafjöllum, Umf. Trausta og Umf. Eyfellingi, sig til og tíndu rusl meðfram vegum undir Eyjafjöllum undir slagorðunum „Gerum fallegu sveitina okkar fallegri“. Gengið var meðfram þjóðveginum frá Skógum alveg vestur að gömlu hreppamörkunum vestan Markarfljóts, sem og veginn frá Seljalandi að gömlu Markarfljótsbrú. Mikið safnaðist af rusli og var því greinilega mikil þörf á verkinu.