12.8 C
Selfoss
Home Fréttir Ný sýning Myndlistarfélags Árnessýslu á Hótel Selfossi

Ný sýning Myndlistarfélags Árnessýslu á Hótel Selfossi

0
Ný sýning Myndlistarfélags Árnessýslu á Hótel Selfossi
Málverk eftir Sigurlinn Sváfnisdóttur, einn af félögum Myndlistarfélags Árnessýslu.

Á Vor í Árborg, sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 17:00, verður opnuð ný sýning á vegum Myndlistarfélags Árnessýslu á Hótel Selfossi. Við opnunina mun Unglingakór Selfosskirkju syngja nokkur lög. Hótelið sér um kaffið og myndlistarfélagar bjóða smá góðgæti með. Eins og undanfarin ár mun félagið heiðra einn félagsmann sinn við opnunina.

Á Vor í Árborg verða vinnustofur félagsins að Bankavegi opnar, föstudaginn 20. apríl kl. 16–18 og laugardaginn 21. apríl kl. 13–17. Þar geta börnin fengið stimplað í vegabréf sín.

Myndlistafélag Árnessýslu er með vinnustofur á Bankavegi á Selfossi og Egilsstöðum í Hveragerði, þar sem félagsmenn koma saman og mála. Vinnustofurnar eru opnar á þriðjudögum eftir hádegi og einnig í annan tímða ef óskað er. Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum og ferðalögum. Þann 13. maí nk. er fyrirhuguð menningarferð á vegum félagasins um Árnessýslu, þar sem skoðuð verður list nokkurra listamanna.

Á síðasta aðalfundi var kosinn nýr formaður Gunnur S. Gunnarsdóttir og mun félagið leitast við að starfa að myndlist áfram á Suðurlandi.