4.5 C
Selfoss

Málþingið Máttur víðernanna á Kirkjubæjarklaustri

Vinsælast

Í tilefni vorhátíðar Kötlu jarðvangs bjóða Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 13:00–16:30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.

Yfirskrift málþingsins er „Máttur víðernanna“, en ætlunin að fjalla um þau frá ýmsum hliðum; skoða m.a. hvaða ávinning samfélagið getur haft af nábýlinu við þau – og hvaða sess þau hafa m.t.t. skipulagsmála.

Ingibjörg Eiríksdóttir formaður setur málþingið kl. 13. Síðan mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynna hugmynd um miðhálendisþjóðgarð. Kl. 13:30 fjallar Trausti Fannar Valsson lögfræðingur um landnýtingu og skipulagsvald og síðan Snorri Baldursson, líffræðingur og rithöfundur um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá Unesco.

Að loknu kaffihléi kl. 14:50 fjalla Guðmundur Fannar Markússon og Rannveig Ólafsdóttir hjá Icelandic Bike Farm, Mörtungu á Síðu, Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason hjá Iceland photo tours, Hrífunesi í Skaftártungu og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir hjá Vaga, gönguferðir, Ljótarstöðum í Skaftártungu um gildi óraskaðra víðerna fyrir atvinnustarfsemi. Þá mun Hörður Bjarni Harðarson, jarðfræðingur Kötlu jarðvangi, fjalla um möguleika jarðfræðitengrar ferðaþjónustu. Stefanía Ragnarsdóttir, landvörður og hönnuður, verður svo með hugleiðingu um víðerni. Í lok þings kl. 16:00 verður samantekt fundarstjóra.

Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og fagna sumri.

Nýjar fréttir