9.5 C
Selfoss

Viðurkenningar fyrir frábært körfuboltastarf

Vinsælast

Í hálfleik á fyrsta leik Hamars gegn Breiðablik í lokaúrslitum 1. deildar kvaddi Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, sér hljóðs. Hannes var komin í Hveragerði til að fylgjast með leik Hamars gegn Breiðablik en einnig til að heiðra formann og stjórnarmann körfuknattleiksdeildar Hamars.

Lárus Ingi Friðfinnsson sem verið hefur formaður kkd. Hamars frá stofnun deildarinnar eða í rúm tuttugu og fimm ár var sæmdur gullmerki KKÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf að uppbyggingur körfuknattleiks í Hveragerði og einnig fyrir störf á vegum sambandsins. Birgi S. Birgissynivar einnig veit viðurkenning, en hann var sæmdur silfurmerki KKÍ af sama tilefni.

Hið mikla og óeygingjarna starf sem þessir heiðursmenn hafa unnið fyrir körfuboltan í Hveragerði verður seint metið að verðleikum en þó er um leið mikill heiður að Körfuknattleikssamband Íslands skuli heiðra þá félaga á þennan hátt.

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjar fréttir