4.5 C
Selfoss

Selfyssingar í eldlínunni með handboltalandsliðinu

Vinsælast

Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla í handbolta um helg­ina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi. Liðið spilaði gegn Norðmönnum, Dön­um og Frökkum en tapaði öllum sínum leikjum naumlega.

Selfyssingarnir Haukur Þrastarson, Ragnar Jóhannsson, Bjarki Már Elís­son, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Teitur Örn Einarsson voru allir í landsliðs­hópnum ásamt því að Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari liðsins. Þriðjungur leikmanna­hóps­ins voru því uppaldir Sel­fyssingar!

B-landslið Íslands vann til silfurverðlauna á fjögurra liða móti í Houten í Hollandi sem einnig fór fram um helgina. Selfyssingurinn Einar Sverrisson var í þeim hópi.

Nýjar fréttir