4.7 C
Selfoss
Home Fréttir L-listinn býður fram í Rangárþingi eystra

L-listinn býður fram í Rangárþingi eystra

0
L-listinn býður fram í Rangárþingi eystra
Christiane Bahner, lögmaður og sveitarstjórnarfulltrúi L-lista óháðara í Rangárþingi eystra.

L-listi óháðra í Rangárþingi eystra munu bjóða fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar en þetta er í annað sinn sem óháðir bjóða fram. Framboðið hlaut einn mann kjörinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum en Christiane L. Bahner lögmaður tók við sæti Guðmundar Jónssonar eftir að hann baðst lausnar úr sveitarstjórn. Christiane hefur því verið sveitarstjórnarfulltrúi lungann úr yfirstandandi kjörtímabili en hún mun núna leiða lista óháðra fyrir komandi kosningar. „Ég hef átt gott og farsælt samstarf við alla í sitjandi sveitarstjórn og hlakka til verkefnisins framundan. Á lista óháðra er einvala lið fólks sem er tilbúið til að láta til sín taka og er stútfullt af hugmyndum um hvernig við getum gert gott samfélag enn betra.” segir Christiane og segist afar vongóð um að óháðir nái inn tveimur mönnum í sveitarstjórn Rangárþing eystra í komandi kosningum. L-lista óháðra í Rangárþingi eystra skipa:

 1. Christiane Bahner, lögmaður og sveitarstjórnarfulltrúi
 2. Arnar Gauti Markússon, leiðsögumaður og einn eiganda Midgard Base Camp
 3. Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur og bóndi
 4. Guðmundur Ólafsson, lífrænn bóndi
 5. Þuríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari
 6. Guðgeir Óskar Ómarsson, leiðbeinandi á leikskólanum Örk
 7. Eyrún Guðmundsdóttir, íþróttaþjálfari og bóndi
 8. Tómas Birgir Magnússon, leiðsögumaður
 9. Sara Ástþórsdóttir, bóndi
 10. Magnús Benónýsson, öryrki
 11. Aníta Tryggvadóttir, íþróttafræðingur
 12. Kristján Guðmundsson, fyrrverandi lögreglumaður
 13. Sigurmundur Páll Jónsson, verkefnastjóri
 14. Hallur Björgvinsson, ráðgjafi