4.7 C
Selfoss

Árborg setur 21 milljón í uppbyggingu reiðvega

Vinsælast

Fyrir skömmu var gengið frá endurnýjun samnings Sveitarfélagsins Árborgar við Hestamannafélagið Sleipni um uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu í stað samnings sem fellur úr gildi í lok þessa árs. Sú breyting var gerð á samningnum að hann tekur til viðhalds reiðvega, auk uppbyggingar, og er viðhald reiðvega í Tjarnabyggð jafnframt fellt undir hann. Nýi samningurinn gildir 2019–2023 og er heildarframlag sveitarfélagsins á samningstímanum 21 milljón króna.

Nýjar fréttir