10 C
Selfoss
Home Fréttir Plokkað í Árborg

Plokkað í Árborg

0
Plokkað í Árborg
Plokkað við ráðhús Árborgar. Mynd: Árborg.

Áhugi á umhverfisvernd vex stöðugt og er það vel. Nýjast á því sviði er hið svokallaða „plokk“, þ.e. þegar fólk sameinar útivist, s.s. skokk, gönguferðir eða hjólatúra, því að tína upp rusl á víðangi. Sveitarfélagið Árborg fagnar því á heimasíðu sinni að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhvefinu, en oft safnast plast og annað rusl fyrir á opnum svæðum og í gróðri, einkum eftir vindasama vetur. Ruslahreinsun á vegum sveitarfélagsins fer ekki af stað af krafti fyrr en sumarstarfsfólk umhverfisdeildar kemur til starfa í maí, og er framtak íbúa því kærkomið.

Þeir sem tína meira rusl en þeir koma með góðu móti í sorptunnur við heimili geta skilað sorpinu á gámasvæðið við Víkurheiði. Gott er ef unnt er að halda hreinu plasti sér, en það er ekki skilyrði fyrir móttöku. Gámasvæðið er opið alla virka daga og laugardaga frá kl. 13 til kl. 17.