10 C
Selfoss

Pólskir páskar í Húsinu á Eyrarbakka

Vinsælast

Páskasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka er tileinkuð pólskum páskum. Í borðstofu Hússins verður dregið fram það helsta sem fylgir páskahefðum í Póllandi en þar fagna flestir samkvæmt kaþólskum sið. Á sýningunni má sjá myndskreytt egg sem kallast pisanki, matarkörfu með páskamat sem er blessaður í kirkjunni á páskadagsmorgun, litríka handgerðir vendi sem eru tákn fyrir pálmagreinar og ýmislegt fleiri. Á páskum er föstunni að ljúka og tákn um vorkomu er víða sjáanlegur í páskasiðunum. Sýningin verður svo sannarlega í þeim anda. Monika Figlarska hefur aðstoðað safnið við gerð sýningarinnar.

Sýningin opnar á morgun laugardaginn 24. mars og verður opin alla daga kl. 13-17 fram yfir páska. Síðasti sýningardagur verður sem sagt annar í páskum. Frítt verður í safnið á meðan á sýningu stendur. Verið velkomin.

Nýjar fréttir