4.5 C
Selfoss

Tveir verðlaunahafar á Bessastöðum

Vinsælast

Fimmtudaginn 8. mars sl. voru kunngerð úrslit í ensku smásagnakeppninni sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stóð fyrir. Smásagnakeppnin er haldin árlega og hefst hún á evrópska tungumáladeginum þann 26. september.

Grunnskólinn í Hveragerði hefur mörg undanfarin ár tekið þátt í þessari skemmtilegu keppni með eftirtektarverðum árangri. Því er ekki síst að þakka að nemendur skólans hafa sýnt keppninni sífellt meiri áhuga og lagt mikinn metnað í sögurnar sínar.

Að þessu sinni unnu tveir nemendur skólans til verðlauna: Kiefer Rahhad Arabiyat í 5. bekk hlaut 1.–2. verðlaun í flokknum 5. bekkur og yngri og Freydís Ósk Martin í 6. bekk hlaut 2. verðlaun í flokknum 6.–7. bekkur.

Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum, þar sem Eliza Reid forsetafrú tók á móti vinningshöfum og heiðraði þeirra árangur, ásamt stjórn FEKÍ.

Nýjar fréttir