4.5 C
Selfoss

Sveitarfélagið Árborg kaupir rafbíl

Vinsælast

Þann 12. mars síðastliðinn fékk Sveitarfélagið Árborg afhentan rafbíl af gerðinni Volkswagen e-Golf en hann var keyptur hjá Bílasölu Selfoss. Um er að ræða annan rafbílinn í eigu sveitarfélagsins. Bíllinn verður notaður sem skrifstofubíll fyrir vatnsveitu, fráveitu og hitaveitu.

Veituhluti sveitarfélagsins er aðili að Samorku sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin skrifuðu nýverið undir yfirlýsingu þess efnis að orku- og veitustarfsemi á Íslandi verði kolefnishlutlaus árið 2040. Með nýjum rafbíll er tekið skref í átt að því að minnka kolefnisspor sveitarfélagsins en unnið verður í takt við fyrrnefnda yfirlýsingu á næstu árum.

Nýjar fréttir