1.7 C
Selfoss

Samferða í fimmtíu ár

Vinsælast

Einn af núverandi starfsmönnum Dagskrárinnar er Valdimar Bragason á Selfossi. Valdimar starfar sem prentsmiður og vinnur m.a. við umbrot blaðsins.

Valdimar hóf störf hjá Prentsmiðju Suðurlands í október 1964. Þegar Dagskráin hóf göngu sína í byrjun mars 1968 kom Valdimar að útgáfunni ásamt fleiri starfsmönnum. Hann hefur verið starfsmaður blaðsins allar götur síðan ef frá er talið eitt og hálft ár í kringum 1980. Samfylgd Valdimars og Dagskrárinnar er því tæp 50 ár.

Valdimar Bragason hefur starfað við útgáfu Dagskrárinnar í 50 ár.

Á fyrstu árunum var hann auglýsingastjóri og safnaði auglýsingum í blaðið. Hann kom líka að uppsetningu blaðsins í upphafi þar sem blýsetning var notuð. Í kringum 1980 var farið í pappírsumbrot og síðar komu tölvurnar til sögunnar. Um tíma var Valdimar einnig blaðamaður, safnaði efni og skrifaði greinar. Síðari ár hefur hann eingöngu verið í umbroti.

Nýjar fréttir