1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Tómas Ellert leiðir Miðflokkinn í Árborg

Tómas Ellert leiðir Miðflokkinn í Árborg

0
Tómas Ellert leiðir Miðflokkinn í Árborg
Tómas Ellert Tómasson.

Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, mun leiða lista Miðflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Tómas Ellert er fæddur 1970 og er byggingarverkfræðingur að mennt. Hann er gjörkunnugur bæjarstjórnarmálum og starfaði sem varabæjarfulltrúi í Árborg 2010–2014 ásamt því að vera stjórnarformaður Leigubústaða Árborgar, varaformaður skipulags- og byggingarnefndar, í stjórn framkvæmda- og veitusviðs, formaður starfshóps Sveitarfélagsins Árborgar vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2012 og Landsmót UMFÍ 2013 og fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar í samgöngunefnd SASS (Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga).

Tómas Ellert var kosningastjóri Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar s.l. haust, hann er jafnframt stofnandi og ritstjóri Forsíðufrétta, grasrótarvefmiðils Miðflokksins –www.forsidufrettir.net.