0 C
Selfoss
Home Fréttir Drengur slasaðist þegar hann rann undir skólabíl

Drengur slasaðist þegar hann rann undir skólabíl

0
Drengur slasaðist þegar hann rann undir skólabíl

Átta ára drengur slasaðist á rist þegar hann rann í hálku undir skólabíl við Sunnulækjarskóla í byrjun síðustu viku. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Sama dag missti maður, í uppsveitum Árnessýslu, framan af fingri þegar hann festi hann í trissuhjóli á sogdælu fyrir mjaltavél. Á þriðjudeginum slasaðist kona þegar hún féll af hestbaki á Bæjarhverfisvegi í Ölfusi. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en er ekki talin alvarlega meidd.

Aflífa þurfti hreindýrskálf sem fannst í Skiphólum í Sveitarfélaginu Hornarfirði en dýrið reyndist fótbrotið á framfæti. Vangbrotnum hrafni sem handsamaður var af lögreglu og bæjarbúa á Selfossi er nú hjúkrað af þessum sama bæjarbúa en ekki hafa borist fréttir af því hvernig krumma muni reiða af.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.