6.7 C
Selfoss

Opinn kynningarfundur hjá Slysavarnardeildinni Tryggva í kvöld

Vinsælast

Slysavarnardeildin Tryggvi á Selfossi býður til opins kynningarfundar á stararfsemi félagsins í kvöld fimmtudaginn 22. febrúar kl. 18 í björgunarmiðstöðinni Tryggvabúð við Árveg. Tilgangurinn er að fá fleiri áhugasama einstaklinga til að taka þátt í því fjölbreytta starfi sem félagskapurinn bíður upp á. Starf í slysavarnardeild er gefandi og eru verkefnin bæði fyrir konur og karla á öllum aldri.

Meginmarkmið slysavarnadeilda er að sinna margháttuðu forvarnarstarfi og þannig koma í veg fyrir slys og óhöpp ásamt því að styðja við bakið á björgunarsveitunum. Með því meðal annars að aðstoða þær við fjáraflanir og veita þeim margháttaðan stuðning vegna útkalla og aðgerða.

Slysavarnadeildin Tryggvi er eina starfandi slysavarnarfélagið á Suðurlandi og hefur sinnt ýmsum verkefnum síðustu árin. Helstu verkefnin hafa verið að bjóða uppá mat fyrir björgunarsveitina í stærri útköllum og leitum sem hafa verið á svæðinu. Ástæða er til að þakka Nettó fyrir þeirra framlag, en það fyrirtæki hefur styrkt félagið og gefið allt hráefni. Einnig hefur félagið staðið að ýmsum verkefnum í samstarfi við Landsbjörgu sem lúta forvörum á heimilum eldriborgara, leikskólum og grunnskólum. Verkefnin eru til dæmis „Glöggt er gests augað“ og „öryggi barna í bíl“.

Nýjar fréttir