14.5 C
Selfoss

Mynduðu klakastífluna í Hvítá

Vinsælast

Í morgun fór lögreglan á Suðurlandi og myndaði klakastífluna í Hvítá. Myndirnar hér á síðunni voru teknar frá Veiðihúsinu við Oddgeirshóla og var drónanum snúið réttsælis í hring frá Vaðnesi. Vatn rennur undan stíflunni á tveimur stöðum. Vatn sem hefur verið að lóna við Vaðnesið er tært og kemur að líkindum eingöngu úr Höskuldslæknum. Veðurspáin hljóðar upp á hlýnandi veður á morgun og töluverða úrkomu. Meðan áin rennur undir stífluna er ekki talin hætta af því að hún flæmist upp á land. Ef það gerist á þessum stað mun hún að líkindum fara í sinn farveg nokkru neðar aftur.

Af facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir