11.1 C
Selfoss

Hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi

Vinsælast

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) og Orka náttúrunnar (ON) hafa gert með sér samkomulag um að efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi á þessu ári.

Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem víða finnst í formi jarðhita á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.

Dómnefnd skipa Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, Sigurður Þór Sigurðsson, formaður Atorku, Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri NMÍ og Albert Albertsson, stjórnarformaður Íslenska jarðvarmaklasans.

Haraldur Hjaltason, ráðgjafi hjá Artemis, hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri og mun hann starfa með dómnefndinni. Samkeppnin sjálf verður auglýst þegar nær dregur.

Nýjar fréttir