11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Hellisheiði og Þrengsli lokuð

0
Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Hellisheiðin, Þrengsli, Sandskeið og Lyngdalsheiði eru lokaðar. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er einnig lokaður. Vegagerðin áætlar að vegir í uppsveitum árnessýslu muni líka lokast.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að veður muni ganga niður undir Eyjafjöllum og í Öræfum um leið og skilin fara yfir um kl. 12 og suðvestanlands lægi upp úr hádegi.

Færð og aðstæður
Hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá og á Mosfellsheiði. Þungfært á Kjósarskarðsvegi. Ófært er í Landeyjum og í Fljótshlíð.