2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Smáskjálftar fundust við Selfoss í morgun

Smáskjálftar fundust við Selfoss í morgun

0
Smáskjálftar fundust við Selfoss í morgun

Lítil jarðskjálftahrina hófst í morgun, nánar tiltekið kl. 07:48, um 6 km norðaustur af Selfossi. Stærsti jarðskjálftinn var kl. 08:10 og var hann 2,8 að stærð. Kl. 08:03 varð skjálfti 2,1 að stærð. Flestir skjálftar hafa verið undir 0,6 að stærð. Nokkrir smáskjálftar hafa áfram verið að mælast í jarðskjálftakerfinu. Stærsti skjálftinn fannst á Selfossi.