1.7 C
Selfoss

Níutíu ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands

Vinsælast

Í ár eru níutíu ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands en stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt í dag upp á þessi merku tímamót með afmæliskaffi í andyri Björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð 14 í Reykjavík. Í kvöld fagna félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg tímamótunum víða um land. Klukkan 20:00 verður afmælisveisla í húsnæði allra björgunarsveita og slysavarnadeilda hringinn í kringum landið, sem endar á því að skotið verður upp hvítri sól á öllum stöðum klukkan 21:00.

Nýjar fréttir