4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Lykilleikmaður framlengir til þriggja ára

Lykilleikmaður framlengir til þriggja ára

0
Lykilleikmaður framlengir til þriggja ára
Magdalena og Svava Svavarsdóttir, stjórnarkona, handsala samninginn í félagsheimilinu Tíbrá. Mynd: UMFS/GKS.

Miðjumaðurinn Magda­lena Anna Reimus hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, út tímabilið 2020. Magdalena var í lykilhlut­verki hjá Selfossliðinu í 1. deild­inni á síðasta keppnistímabili þeg­ar liðið tryggði sér aftur sæti í Pepsi-deildinni. Hún spilaði alla átján leiki Selfoss og var markahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk.
Í lok tímabilsins fékk hún svo verðskuldaða viðurkenn­ingu þegar þjálfarar og fyrirlið­ar liðanna í 1. deildinni kusu hana besta leikmann deildarinn­ar í kjöri Fótbolti.net.

„Það eru miklar ánægju frétt­ir að við fáum að vinna með Magdalenu áfram næstu þrjú árin. Hún er ógnandi og skemmti­legur leikmaður með Selfoss­hjartað á réttum stað. Hún er búin að reynast félaginu vel og heldur því örugglega áfram. Magda­lena stóð sig mjög vel síð­asta sumar og hefur alla burði til þess að bæta sig enn frekar sem leik­maður,“ segir Alfreð Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Sel­foss.