4.5 C
Selfoss

Settu Íslandsmet í boðhlaupi 15 ára á Ármannsmóti

Vinsælast

Sveit HSK/Selfoss í flokki 15 ára pilta setti glæsilegt Íslandsmet í í 4×200 m boðhlaupi á móti hjá Ármanni í desember sl. Tíminn var 1:39,47 mín, en gamla metið var í eigu Breiðbliks 1:41,14 mín.

Þetta er að sjálfsögðu HSK-met í þeirra flokki, en kapparnir gerðu sér einnig lítið fyrir og bættu HSK-metin í fjórum öðrum flokkum, þ.e. í karlaflokki, 20–22 ára flokki, 18–19 ára flokki og 16–17 ára flokki.

Nýjar fréttir