0.6 C
Selfoss

Samningur um landvörslu og eftirlit í Reykjadal

Vinsælast

Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Landbúnaðarháskóli Íslands og Hjálparsveit skáta Hveragerði hafa gert með sér samning um landvörslu og eftirlit í Reykjadal.

Í samningnum er greint frá aðstæðum í Reykjadal. Þar segir: „Rík nauðsyn er á eftirliti í og við gönguleiðina inn í Reykjadal. Gönguleið þessi er afar fjölfarin og liggur um hættulegar slóðir þar sem heitar uppsprettur og hverir eru víða á leiðinni. Samkvæmt talningum leggja á annað hundrað þúsund manns leið sína í Reykjadal til að njóta útivistar og til að baða sig í heita læknum sem þar er. Göngustígur hefur verið byggður upp frá bílastæði á Árhólmum og inn að baðstað innst í Reykjadal. Við baðstaðinn er aðstaðasem byggð hefur verið upp með það að markmiði að stýra aðgangi ferðamanna í lækinn.“

Hjálparsveitin mun fjarlægja rusl á og við göngustíginn og baðstaðina. Einnig er þeim ætlað að sinna upplýsingagjöf og eftirliti með að aðgát sé höfð á viðkvæmum og viðsjárverðum stöðum og benda gestum á að gisting í dalnum er bönnuð og benda aðilum um leið á aðra möguleika til gistingar. Farnar verða ferðir eftir ákveðnu skipulagi 1–3 í viku frá 1. janúar til 30. september.

Nýjar fréttir