-2.8 C
Selfoss

Björgunarsveitin kölluð út seint á gamlársdag

Vinsælast

Útköllin spyrja hvorki um dagsetningu né tíma. Rétt þegar félagar Björgunarsveitar Árborgar voru að halda heim á leið í fjölskylduboðin á gamlársdag eftir annasaman dag í flugeldasölu var sveitin kölluð út vegna fjögurra kvenna sem lentu í sjálfheldu í Ármannsfelli skammt frá Þingvöllum.

Níu félagar sveitarinnar fóru á tveimur bílum að fjallinu ásamt meðlimum í Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Björgunarmenn fylgdu konunum niður fjallið og var stefnan síðan sett beinustu leið að matarborðinu þar sem diskarnir biðu.

Nýjar fréttir