8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Góð stemning á jólaballi Lionsklúbbanna í Hveragerði

Góð stemning á jólaballi Lionsklúbbanna í Hveragerði

Góð stemning á jólaballi Lionsklúbbanna í Hveragerði

Jólaball Lionsklúbbanna í Hveragerði fór fram á Hótel Örk þann 25. desember og tókst afar vel. Áætlað er að ríflega 300 manns hafi komið. Jólasveinar komu og gáfu smágjafir og dansað var kringum jólatréð við undirleik Lionshljómsveitarinnar undir styrkri stjórn Rögnvaldar Pálmasonar.